Fara yfir á efnisvæði

Örugg notkun kveikjara

Reglur um örugga notkun kveikjara

Kveikjara á að meðhöndla af varkárni, annars geta þeir reynst hættulegir börnum sem og fullorðnum. Neytendur skulu því hafa í huga eftirfarandi reglur um örugga notkun kveikjara:

1.   Ekki kaupa kveikjara án barnalæsingar eða kveikjara sem höfða sérstaklega til barna.
2.   Ekki skilja kveikjara eftir þar sem börn geta náð í þá. Þó að kveikjari sé með barnalæsingu þá gæti barn engu að síður náð að kveikja.
3.   Ekki skilja kveikjara eftir á heitu yfirborði. Hiti getur breytt eiginleikum kveikjarans og orsakað bruna.
4.   Notið aðeins kveikjara í tilætluðum tilgangi. Misnotkun getur verið hættuleg.
5.   Fargið gölluðum kveikjurum um leið og þið verðið vör við bilun.
6.   Ekki reyna að gera sjálf við kveikjara. Notið alltaf viðurkenndan þjónustuaðila.
7.   Notið aðeins viðeigandi kveikilög þegar fyllt er á kveikjara. Farið eftir leiðbeiningum sem fylgja.
8.   Aldrei reyna að bæta kveikilög á kveikjara sem eru einnota.

 


 

TIL BAKA