Fara yfir á efnisvæði

Markaðssetning Álfaborgar á flotefni í lagi

05.11.2013

Neytendastofu barst  kvörtunar frá Múrbúðinni vegna markaðssetningu Álfaborgar á flotefninu Codex FM 50 Turbo.

Í lok apríl sl. kvartaði Múrbúðin yfir markaðssetningu Álfaborgar á flotefni. Með erindinu fylgdi tæknilýsingarblað frá framleiðanda flotefnisins Codex FM 50 Turbo þar sem fram kom að blöndunarhlutfall efnisins væri 1,3 kg til þess að flota eins mm plötu á einn fermetra.Múrbúðin sendi einnig með samanburð sem Mannvit gerði að beiðni Múrbúðarinnar á flotefninu og öðru flotefni sem Múrbúðin selur. Niðurstaða rannsóknarinnar var að það þyrfti 1,695 kg af Codex Fm 59 Turbo til þess að flota eins mm plötu á einn fermetra. Þar af leiðandi stæðist ekki  tæknilýsing Álfaborgar. Í júní 2014 breytti framleiðandi upplýsingum um blöndunarhlutfallið í tæknilýsingarblaði Codex FM 50 Turbo í 1,6 kg. Að mati Neytendastofu var ekki sýnt fram á að Álfaborg hefði veitt aðrar upplýsingar við sölu á vörunni en þær upplýsingar sem framleiðandi hennar gaf út. Álfaborg hafi breytt upplýsingum um blöndunarhlutfall flotefnisins um leið og fyrirtækið hafi fengið upplýsingar um það frá framleiðandanum.

Múrbúðin kvartaði einnig yfir að starfsmenn Álfaborgar segi viðskiptavinum sínum að það þurfi 30% minna af flotefni álfaborgar en Múrbúðarinnar. Að mati Neytendastofu voru engin gögn lögð fram sem sýndu fram á að starfsmenn Álfaborgar héldu þessu fram .

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða að hálfu stofnunarinnar.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA