Fara yfir á efnisvæði

Sölubann á mjúkdýr

30.12.2013

Neytendastofa hefur lagt sölubann á ,,lunda mjúkdýrʻʻ (stór og lítill), ,,kind mjúkdýrʻʻ og ,,selkópʻʻ frá framleiðandanum Happy day á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst. Eftir að Neytendastofa lagði tímabundið sölubann á vöruna bárust stofnuninni engin gögn sem sýndu fram á öryggi vörunnar. Á leikföngin vantaði CE merkingu. Það bendir til þess að varan sé ekki öruggt leikfang fyrir barn en CE merkt vara þýðir að hún uppfylli allar þær kröfur sem gerðar eru til hennar í lögum, reglugerðum settum samkvæmt þeim og stöðlum. Rétt er að vekja athygli á því að öll sala viðkomandi leikfanga er bönnuð.

Athygli skal þó vakin á því að engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum ofangreinds leikfangs.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

 

TIL BAKA