Fara yfir á efnisvæði

Jaguar innkallar bíla

12.11.2014

Neytendastofa vill vekja athygli á Rapex innköllun frá Jaguar Land Rover Limited á Jaguar bifreiðum af gerðinni XJ, XF og F-Type. Um er að ræða bifreiðar sem framleiddar voru á ákveðnu framleiðslu-tímabili frá 18.ágúst 2014 – 2.október 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að að ef að drifreimin framan á vélinni eða stýrisdælan losnar verður ökutækið vélarvana. Það leiðir til þess að erfitt verður að stýra og eykur hættu á slysi. Ef festingin fyrir rafmagns kapalinn er laus getur hann aflagast og ollið eldhættu í vélarrúmi.

Ekki er vitað til þess að Jaguar af þessari gerð hafi verið til sölu hér á landi en samkvæmt tilkynningunni er eitthvað af þessum bifreiðum staðsettar á Íslandi.

TIL BAKA