Fara yfir á efnisvæði

Firmaheitið og vörumerkið CITY TAXI

19.12.2014

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna notkunar City Taxi ehf. (áður Borgarleiðir ehf.), á vörumerkinu CITY TAXI og vegna skráningar á firmaheitinu City Taxi ehf.

Borgarbílastöðin ehf. kvartaði til Neytendastofu þar sem félagið hefði öðlast vörumerkjarétt á heitinu fyrir notkun og að hætta væri á að ruglingi milli bifreiðastöðvanna. Neytendastofa taldi að heiti fyrirtækjanna væru almenn heiti og lýsandi fyrir starfsemina. Með hliðsjón af þessu og þegar litið væri til myndmerkja og markaðssetningu fyrirtækjanna, taldi Neytendastofa að Borgarbílastöðin ehf. gæti ekki notið einkaréttar til heitisins.

Neytendastofa sá því ekki ástæðu til þess að banna notkun City Taxi ehf. á heitinu, firma sínu eða léni.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA