Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

08.01.2015

Neytendastofa lagði 350.000 kr. stjórnvaldssekt á Plúsmarkaðinn vegna verðmerkinga á síðasta ári. Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur staðfest sektina.

Í úrskurðinum kemur fram að það hafi verið í fullu samræmi við meðalhófsreglu að beita sektum fyrir brot Plúsmarkaðarins. Þá kemur jafnframt fram að áfrýjunarnefndin telji sektarfjárhæðina innan hóflegra marka og ekki í ósamræmi við fyrri ákvarðanir Neytendastofa.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA