Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa aðili að átaksverkefni OECD

30.03.2015

Fréttamynd

Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni á vegum Efnahags- framfarastofnunin (OECD) vegna þvottaefnahylkja í uppþvottavélar. Átakinu er ætlað að upplýsa neytendur, sérstaklega foreldra hvernig öruggast er að nota og geyma þvottatöflurnar og halda þeim frá börnum. En neytendur eru hvattir til að gæta vel að þvottaefnahylkjum fyrir uppþvottavélar. Hylkin er lítil og oft með litríkum umbúðum eða jafnvel hylkin sjálfar litríkar. Því getur það verið freistandi fyrir börn að stinga þeim upp í sig eða leika sér að þeim. Afleiðingarnar geta verið skelfilegar. Á hverju ári eru tilkynnt um 16.000 eitrunarslys vegna þvottataflna um allan heim og þá aðallega er um að ræða slys á börn. Átakinu er ætlað að fækka slysum og markmiðið er að það verði ekkert slys

Öryggisábendingar 
    - Lestu ávallt miðann. 
    - Þegar fljótandi þvottaefnahylki eru meðhöndluð skal tryggja að hendur séu þurrar. 
    - Aldrei skal gera gat á, brjóta eða skera í fljótandi þvottaefnahylki. 
    - Settu hylkin beint í tromluna á þvottavélinni. 
    - Lokaðu ávallt lokinu á pokanum á viðeigandi máta og geymið þar sem börn ná ekki til.

Nánari upplýsingar á íslensku er hægt að finna hér. 

                    

TIL BAKA