Fara yfir á efnisvæði

Etanólarineldstæði verði öruggari og hættuminni fyrir neytendur

13.04.2015

Fréttamynd

Neytendastofa hefur fengið margar tilkynningar síðustu árin um slys sem hafa orðið vegna etanólarineldstæða. Samskonar tilkynningar hafa borist öðrum systurstjórnvöldum Neytendastofa á EES-svæðinu undanfarin ár. Mörg þessara slysa eru mjög alvarleg og þeim hafa oft hlotist mikil brunasár. Lausir eldsneytistankar skapa hættu við áfyllingu mikil hætta getur skapast ef etanóli er bætt viði þegar að arineldstæðið er heitt og hefur ekki náð að kólna. Dæmi eru um að arineldstæði sem hafa verið fest á vegg hafa losnað frá vegg þegar að hitinn frá þeim hefur brætt múrtappa í veggfestingum. Vöruöryggisnefnd ESB (CSN) sem Neytendastofa er aðili að hefur því nú samþykkt staðlaumboð þar sem nefndin óskar eftir því að Evrópska staðlastofnunin (CEN) setji saman samhæfðan evrópskan staðal til að gera þessa vörutegund öruggari og hættuminni fyrir neytendur. Í staðlaumboðinu eru settar nánari og ítarlegri skilyrði sem CSN-nefndin telur að slíkur staðall verði að uppfylla.

Staðlaumboðið á ensku má sjá hér. 

TIL BAKA