Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

12.05.2015

Með ákvörðun nr. 32/2014 bannaði Neytendastofa Símanum hf. að auglýsa að félagið hefði yfir að ráða stærsta farsímaneti landsins án þess að nánari skýringar fylgdu með fullyrðingunni. Síminn kærði ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála. Áfrýjunarnefndin lagði til grundvallar að fleiri en ein leið væru til þess að mæla stærð farsímanets og að ekki liggi fyrir ein almenn skilgreining á því hvernig stærð farsímaneta skuli skilgreind. Að mati áfrýjunarnefndar væri ekki óeðlilega íþyngjandi að greina frá því í auglýsingum eða annarri almennri kynningu, sem beint væri að almenningi, hvaða forsendur lægju að baki fullyrðingunni um að Síminn hefði yfir að ráða „stærsta farsímaneti landsins“. Var ákvörðun Neytendastofu staðfest.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA