Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar bílasölur

11.09.2015

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að tvær bílasölur skuli greiða dagsektir þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar á vefsíðum fyrirtækjanna. Neytendastofa gerði skoðun á vefsíðum allra bílasala með notaða bíla og gerði kröfur um úrbætur þar sem þörf var á. Þegar hefur verið tekin ákvörðun gagnvart einu fyrirtæki en nú er um að ræða tvö fyrirtæki. Önnur urðu við athugasemdum Neytendastofu.

Neytendur geta skráð notaða bíla til sölu á vefsíðunum og gera þannig bindandi samning og eiga viðskipti í gegnum vefsíðuna. Fyrirtækin verða því að uppfylla þær upplýsingakröfur sem um slíkar vefsíður gilda.

Bílasölurnar sem um ræðir eru Bílfang og Bílabankinn. Frá því að ákvarðanirnar voru teknar hefur Bílfang að miklu leyti bætt upplýsingagjöf sína en bæði fyrirtæki eiga eftir að bæta við upplýsingum um leyfi og eftirlitsaðila starfseminnar.

Bæti fyrirtækin ekki upplýsingagjöfina munu þau þurfa að greiða 20.000 kr. á dag frá 15. september og þar til farið hefur verið að ákvörðunum.

Ákvarðanirnar má finna hér

TIL BAKA