Fara yfir á efnisvæði

Veðmerkingar í verslunarkjörnum

22.03.2016

Neytendastofa hefur nú til meðferðar mál vegna ófullnægjandi verðmerkinga hjá fyrirtækjum í verslunarkjörnum á Höfuðborgarsvæðinu. Kannaðar voru verðmerkingar fyrirtækja sem staðsett eru í Mjódd, Glæsibæ, Firðinum í Hafnarfirði, Holtagörðum, Smáratorgi, Spönginni, Hverafold, Korputorgi, Eiðistorgi, Garðatorgi, Grímsbæ, Hamraborg, Austurveri og Suðurveri. Í heildina var farið í 68 verslanir og þjónustufyrirtæki sem bjóða neytendum ýmsar vörur og þjónustu.

Þegar farin var fyrri skoðunarferð voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar hjá 28 fyrirtækjum, 9 þeirra vegna verðmerkinga í verslun, 11 vegna sýningarglugga og 8 þar sem bæði voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar í verslun og sýningarglugga. Þessum fyrirtækjum var gefið tækifæri til að koma verðmerkingum í betra horf áður en gripið yrði til frekari úrræða.

Við síðari skoðun hjá fyrirtækjunum 28 kom í ljós að rúmlega helmingur verslananna hafði bætt úr verðmerkingum sínum. Þannig voru aðeins gerðar athugasemdir við að einn veitingastaður og 11 verslanir höfðu ekki gert fullnægjandi úrbætur á verðmerkingum sínum. Um er að ræða veitingastaðinn Silfur og verslanirnar Sportlíf, Dalía, Dion, Ólavía og Óliver, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Toys R us Smáratorgi, Úr og Gull, Arna, Frú Sigurlaug, Breiðholtsblóm og Gullúrið.

TIL BAKA