Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið VOCALIST

05.04.2016

Neytendastofu barst erindi frá söngskólanum Vocal-Lísa þar sem kvartað var yfir notkun söngskólans Vocalist á auðkenninu VOCALIST. Taldi Vocal-Lísa að líkindi með heiti skólanna leiddu til þess að hætt væri á að neytendur rugluðu þeim saman.

Í ákvörðun Neytendastofu er tekið á því að stofnunin telji heitin almenn og lýsandi fyrir starfsemi söngskóla. Þá sé nokkur aðgreining á orðunum auk þess sem myndmerki Vocalist og Vocal-Lísu séu afar ólík. Af þessum ástæðu telji Neytendastofa ekki rétt að banna Vocalist áframhaldandi notkun á auðkenni sínu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA