Fara yfir á efnisvæði

Merkingar Drífu á flís- og nælonvörum

05.04.2016

Samtök iðnaðarins kvörtuðu til Neytendastofu vegna merkinga Drífu á ullarfatnaði og flís- og nælonfatnaði. Vörurnar sem kvartað var yfir eru ýmist merktar með íslenskum fána eða merki með landfræðilegum útlínum Íslands og töldu Samtök iðnaðarins að merkingarnar gæfu ranglega til kynna að um íslenska vöru og framleiðslu væri að ræða.

Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að ullarvörurnar væru seldar í Outlet verslun Drífu og kæmu úr vörulínu Drífu frá árinu 2010 sem ekki hefði verið innkölluð með ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2013 þegar Drífu var gert að bæta úr merkingum á vörum sínum. Taldi Neytendastofa því ekki tilefni til aðgerða vegna ullarvaranna.

Um flís- og nælonvörurnar sagði Neytendastofa að merkingar á vörunum, annars vegar íslenski fáninn og hins vegar landfræðilegar útlínur Íslands, gefi tilefni til að ætla að vörurnar séu framleiddar á Íslandi eða hafi a.m.k. ríkari tengsl við landið heldur en að vörurnar séu seldar hér á landi af íslensku fyrirtæki. Í þeim tilvikum sem ekki væru veittar nánari upplýsingar um uppruna vörunnar samhliða slíkum merkingum væri því um villandi upplýsingar að ræða. Það yrði að líta yrði til þess að eftir ákvarðanir Neytendastofu nr. 18/2013 og 30/2014 hóf Drífa að merkja allar vörur sínar með merkingunni „Designed in Iceland“. Þar sem Drífa hafði þegar gert breytingar á merkingum sínum á öllum nýjum vörum taldi Neytendastofa ekki ástæðu til að grípa til aðgerða eða annarra íþyngjandi úrræða í málinu.

Ákvörðunina má nálgast hér.

TIL BAKA