Fara yfir á efnisvæði

Áfrýjunarnefnd fellir úr gildi ákvörðun Neytendastofu

25.05.2016

Neytendastofa sektaði Heimkaup í fyrir brot gegn útsölureglum fyrir að tilgreina ekki að um kynningartilboð væri að ræða og í hversu langan tíma það gilti. Fyrir brotin lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt að fjárhæð 250.000 kr. á félagið.

Í úrskuði áfrýjunarnefndar neytendamála er um það fjallað að óljóst sé að gögnum málsins hvort notendur síðunnar hafi að einhverju leyti verið upplýsir um tímabil kynningartilboðsins og þá hvernig það hafi verið gert. Þá liggi ekki fyrir hvenær Heimkaup hafi breytt upplýsingum um einstaka vöruliði á heimasíðunni. Ákvörðun Neytendastofu sé því felld úr gildi.

Úrskurðinn má nálgast í heild sinni hér

TIL BAKA