Fara yfir á efnisvæði

Erindi neytanda vegna rafrænna skilríkja Auðkennis ehf.

19.07.2016

Í september 2014 kvartaði einstaklingur til Neytendastofu vegna öryggis rafrænna skilríkja sem Auðkenni gefur út. Málinu lauk án aðgerða Neytendastofu. Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í júní 2015 var ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka erindið til nýrrar meðferðar.

Erindið var tekið til nýrrar meðferðar af Neytendastofu í júlí 2015. Að lokinni nýrri málsmeðferð taldi Neytendastofa að kvartandi hefði ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins þar sem hann hefði afturkallað rafræn skilríki sín hjá Auðkenni. Þá benti Neytendastofa á að búnaður til undirskriftar hjá Auðkenni uppfyllir lögbundnar kröfur gagnvart hæsta öryggisstigi. Taldi Neytendastofa því ekki ástæðu til aðgerða vegna ábendinga kvartanda.

Ákvörðunina má nálgast hér.

TIL BAKA