Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa fylgist með forpakkningum

08.08.2016

Það er alltaf að aukast að vörur séu forpakkaðar en ekki vigtaðar að kaupanda viðstöddum. Sem dæmi um forpakkaðar vörur eru: kjötvörur, smjör, ostar, skyr, álegg, grænmeti, ávextir og heilsuvörur. Neytendastofa byrjaði á skoða forpakkaðar vörur fyrri fimm árum síðan kom þá í ljós að 50% af vörunum sem var vigtað voru ekki í lagi. Síðan þá hefur Neytendastofa verið með stöðugt eftirlit með forpökkuðum vorum. Ástandið á markaðnum er alltaf að vera betra, en langt því frá að vera ásættanlegt. Á síðasta ári voru 19% af þeim vörunum sem skoðar voru ekki í lagi. Skoðuð var þyngd 62 mismunandi forpakkaðra vara. Í langflestum tilfellum var farið í verslanir og vörurnar vigtaðar, en í nokkrum tilvikum var farið beint til framleiðanda. Niðurstaðan var sú að af 62 vörutegundum féllu 12. Gerðar voru athugasemdir við vörur frá eftirtöldum aðilum: Móðir Jörð, Himnesk hollusta, Garðagróður, Kjarnafæði, Katla, Sölufélag garðyrkjumanna, Ostahúsið, Mjólkursamsalan og Betri vörur. Þær féllu ýmist á því að meðalþyngd þeirra reyndist neðan við leyfilegt gildi eða of margar pakkningar mældust undir leyfilegu fráviki. Eftir að athugasemdir höfðu verið sendar á framleiðendur og seljendur var farið í eftirlit á þessum sömu vörum og var í öllum tilvikum búið að bregðast við og þyngd þeirra í samræmi við upplýsingar á umbúðum.

Neytendastofa velur í flestum tilfellum vöru eftir ábendingu frá neytendum en einnig er um að ræða handahófskennt úrtak bæði meðal innlendrar framleiðslu og innfluttrar. Við fylgjum eftir vörum sem áður höfðu verið prófaðar og voru þá á mörkum þess að falla.. Neytendur eiga að geta treyst því sem stendur á umbúðum.

TIL BAKA