Fara yfir á efnisvæði

Húsasmiðjan innkallar öryggishlið fyrir börn

02.09.2016

FréttamyndNeytendastofa vill vekja athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á barnaöryggishliðum af gerðinni GuardMaster - Plastic Mesh Gate / Model 276 vegna mögulegrar slysahættu.

Ástæða innköllunar er sú að öryggishliðið uppfyllir ekki kröfur um öryggi. Sem dæmi má nefna að öryggishliðið er of lágt og því hætta á að börn nái að teygja sig yfir það. Hliðið getur verið hættulegt börnum ef þau standa við það og hrista eða toga, en festingarnar gáfu sig þegar á það var reynt. Einnig kom í ljós að hliðið gaf eftir við högg t.d ef barn dytti á það. Þá getur stafað af hliðinu hengingarhætta vegna hönnunar þess. Við prófun kom einnig fram galli í læsingum hliðsins.

Engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum ofangreindra barnahliða.

Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni eru neytendur hvattir til að taka vöruna strax úr notkun og skila henni í næstu verslun Húsasmiðjunnar við fyrsta tækifæri þar sem hún verður endurgreidd. Óþarfi er að sýna kassakvittun.

TIL BAKA