Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

20.12.2016

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 83 Lexus bifreiðum af gerðinni NX300h og NX200t, framleiðsluár 2015-2017.

Innköllunin er vegna mögulegrar hugbúnaðarvillu í stjórnun á “brake hold” kerfi. Kerfið kemur í veg fyrir að bifreið sem verið er að taka af stað í brekku renni aftur á bak meðan bílstjórinn færir fótinn af hemlafetlinum á inngjafar fetilinn. Við ákveðnar aðgerðir (eins og t.d. ef öryggisbelti er losað) heyrist viðvörunar hljóð og viðvörun er tilkynnt í upplýsinga skjá í mælaborðinu, um leið á forritið að slökkva á “brake hold” kerfinu og stöðuhemill að fara á sjálfvirkt. Ef ofangreind villa er í kerfinu fer stöðuhemillinn ekki á ef öryggisbelti er losað meðan “brake hold” kerfið er virkt. Toyota mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við Toyota á Íslandi ef þeir eru í vafa.

TIL BAKA