Fara yfir á efnisvæði

Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga heimilt að nota auðkennið

24.01.2017

Neytendastofu barst kvörtun frá Brú Venture Capital þar sem kvartað var yfir notkun Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga á auðkenninu BRÚ.
Niðurstaða Neytendastofu var sú að fyrirtækin væru ekki keppinautar á markaði og því væri ekki hætta á að neytendur rugluðust á félögunum. Þá var einnig til þess litið að notkun fyrirtækjanna á auðkennunum er ólík þar sem bæði fyrirtæki nota orðið BRÚ sem hluta af lengra heiti og myndmerki fyrirtækjanna eru afar ólík.
Því var Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga ekki bannað að nota auðkennið BRÚ.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

TIL BAKA