Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa vigtar páskaegg

10.04.2017

FréttamyndNeytendastofa fer reglulega og vigtar forpakkaðar vörur til að sannreyna að uppgefin þyngd á umbúðum sé í samræmi við þyngd vörunnar. Í síðustu ferð voru vigtaðar 19 vörur frá 9 framleiðendum og þar sem páskarnir eru á næsta leiti voru m.a. vigtuð páskaegg. Eggin voru valin af handahófi en þó af mismunandi stærð eða 120 g, 345 g og 585 g. Uppgefin vigt á að vera þyngdin á egginu og sælgætinu sem því fylgir en þyngd umbúða, skrauts og ekki má gleyma málshættinum, þar fyrir utan.

Niðurstöður þessara úrtaksmælinga voru á þann veg að eggin voru í samræmi við uppgefna þyngd og ef eitthvað þá aðeins yfir. Ánægjulegar niðurstöður fyrir neytendur.

TIL BAKA