Fara yfir á efnisvæði

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

18.08.2017

lógó bílaumboðið Askja

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 104 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz GLE, GLE Coupé og E-Class. Ástæða innköllunarinnar er sú að tengi á stjórntölvu sem stýrir hjálparafli fyrir rafmagnsstýrið er mögulega ekki nógu þétt. Raki gæti því komist inn í tengið og valdið því að hjálparafl fyrir rafmagnsstýri hætti að virka. Skipta þarf því um rafmagnstengið. Samkvæmt tilkynningunni mun Askja ehf senda bréf til viðeigandi bifreiðaeigendur.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið.

 

TIL BAKA