Fara yfir á efnisvæði

Brimborg innkallar Ford Kuga

13.11.2017

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á Ford Kuga bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2012 - 2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hljóðeinangrun innan á B-pósti við beltastrekkjara getur ofhitnað ef bifreiðin lendir í árekstri.

Brimborg ehf mun senda eigendum viðkomandi bifreiða bréf vegna þessa. Viðgerð vegna þessa felst í að skipta um hljóðeinangrun

Neytendastofa hvetur fólk til að fylgjast vel og hafa samband við Brimborg ehf ef það á bíla af þessari tegund.

TIL BAKA