Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands hf.

06.09.2018

Neytendastofu bárust ábendingar um auglýsingar á Snjallöryggi Öryggismiðstöðvarinnar þar sem boðin væri frí uppsetning. Tilboðið hafi verið í gangi í sjö mánuði þrátt fyrir að í auglýsingunni komi fram að það gildi í mánuð. Í kjölfar ábendinganna óskaði Neytendastofa eftir skýringum Öryggismiðstöðvarinnar.

Í svörum Öryggismiðstöðvarinnar kom meðal annars fram að fyrirtækið teldi auglýsingar ekki vera blekkjandi og ekki hafi staðið til að blekkja neytendur. Upphaflega hafi tilboðið aðeins átt að standa skamman tíma en ákveðið hafi verið að framlengja því án þess að ætlunin hafi verið að fella niður uppsetningargjaldið varanlega.

Í ákvörðun Neytendastofu kom fram að Öryggismiðstöðin hafði auglýst fría uppsetningu Snjallöryggis fyrir hvern og einn mánuð á sjö mánaða tímabili. Taldi Neytendastofa framsetninguna á tilboðinu vera villandi og að tilboðið hefði staðið lengur en heimilt er.

Ákvörðun Neytendastofu má nálgast hér.

TIL BAKA