Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

16.10.2018

Með ákvörðun Neytendastofu í bréfi komst Neytendastofa að því að ekki væri tilefni til aðgerða vegna kvörtunar neytanda tengdum kaupum á bátsvél og markaðssetningarefni á téðum bátsvélum. Taldi Neytendastofa meðal annars að þar sem fyrirtækið sem kvörtunin beindist að hefði hætt notkun umkvartaðs markaðssetningarefnis fyrir allnokkru síðan væri ekki tilefni til aðgerða.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu og vísað þeim hluta kvörtunar neytandans frá Neytendastofu er tengdist kaupsamningi hans á bátsvélinni.

Úrskurð áfrýjunarnefndar neytendamála má nálgast hér.

TIL BAKA