Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Skoda

20.02.2019

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Skoda bifreiðar af árgerðunum 2018 (maí) til 2018 (júlí).  Um er að ræða 45 bifreiðar. Níu Karoq bifreiðar og 36 Octavia.
Ástæða innköllunarinnar er möguleiki er á að suða fyrir höfuðpúðafestingar í aftursætum sé ekki eins og á að vera. Gölluð suða í festingu getur valdið því að stuðiningur höfuðpúða sé ófullnægjandi ef árekstur verður. Við innköllun eru höfuðpúðafestingar skoðaðar og skipt um þær er þurfa þykir. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa. 

TIL BAKA