Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar um Tax Free afslátt

10.10.2019

Neytendastofa tók til meðferðar mál vegna Tax Free auglýsinga Húsfélagsins Fjarðar og Ellingsen. Í báðum tilvikum var auglýstur Tax Free afsláttur án þess að tilgreint væri prósentuhlutfall afsláttarins. Bæði fyrirtækin sögðust þekkja þær reglur sem giltu en vegna mistaka hefði prósentuhlutfall afsláttarins ekki komið fram í öllum auglýsingum.

Í ljósi þeirrar afdráttarlausu og skýru skyldu til að tilgreina prósentuhlutfall lækkunarinnar taldi Neytendastofa nauðsynlegt að þess væri getið bæði á sölustað, vefverslun sem og í öllum auglýsingum fyrir Tax Free hver hinn raunverulegi prósentuafsláttur sé. Framsetning auglýsinganna væri því ósanngjörn gagnvart neytendum þar sem ekki kom fram hver prósentuafslátturinn er auk þess sem stofnunin taldi auglýsingarnar einnig fela í sér villandi upplýsingar um verð og þann afslátt sem veittur væri enda til þess fallin að hafa áhrif á fjárhagslega hegðun neytenda.

Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA