Fara yfir á efnisvæði

Upplýsingagjöf Íslandsbanka ófullnægjandi

28.11.2019

Neytendastofa hefur skoðað upplýsingar Íslandsbanka í tengslum við neytendalán bankans. Fólst skoðunin í því að yfirfara hvort annars vegar staðlað eyðublað sem afhenda á neytendum fyrir samningsgerð og hins vegar lánssamningur væru í samræmi við lög.

Neytendastofa gerði athugasemdir við að upplýsingagjöfin væri ófullnægjandi. Bankinn gerði breytingar á þeim atriðum sem hann féllst á að þyrfti að breyta. Íslandsbanki féllst hins vegar m.a. ekki á að bæta þyrfti upplýsingar um hvaða þættir gætu haft áhrif á vaxtabreytingar.

Með ákvörðun Neytendastofu er þeim fyrirmælum beint til bankans að gera viðeigandi umbætur á upplýsingum í stöðluðu eyðublaði og lánssamningi.

Lesa má ákvörðunina í heild sinni hér.


TIL BAKA