Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar Land Rover bifreiðar

27.09.2013

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Land Rover bifreiðum, Freelander og Evogue. Um er að ræða 25 bifreiðar árgerð 2012-2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að í fáum tilfellum hefur orðið vart við leka á hráolíu frá Spíssa-bakflæði(um 4% bifreiðanna).  Lekinn getur myndað reyk með hráolíulykt. Í versta falli ef lekinn verður mikill og nái niður á púst þá getur það valdið íkveikju.

Viðkomandi bifreiðareigendur hafa þegar fengið sent bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA