Fara yfir á efnisvæði

Aflétting sölubanns hjá Húsasmiðjunni

23.10.2013

Þann 7. október síðastliðinn lagði Neytendastofa tímabundið sölubann á hitateppi í verslun á höfuðborgarsvæðinu þar sem íslenskar leiðbeiningar vantaði á það, sbr. frétt Neytendastofu frá 9. október 2013, en lög og reglur settar samkvæmt þeim gera ráð fyrir því að íslenskar leiðbeiningar sé að finna á raffanginu sjálfu vegna hættu sem það kann að valda ef að réttum leiðbeiningum er ekki fylgt eftir. Í nefndri frétt var þess getið að fulltrúar Neytendastofu myndu fara í fleiri verslanir á höfuðborgarsvæðinu vegna þessa til þess að athuga hvort íslenskar leiðbeiningar væru á sambærilegum hitateppum. Engin hitateppi fundust þar sem íslenskra leiðbeiningar vantaði. Sú verslun þar sem tímabundið sölubann var lagt á hefur nú gert viðeigandi úrbætur. Neytendastofa telur því ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu að svo stöddu og aflétti því tímabundnu sölubanni þá þegar

TIL BAKA