Fara yfir á efnisvæði

Ítrekun - 66 hættuleg trampólín enn í notkun

25.06.2013

Fréttamynd

Neytendastofa vill ítreka að forráðamenn taki strax úr notkun 4,3 m trampólíni með öryggisneti sem seld voru árið 2011.  Vörunúmerið er 88040048.  Enn er ekki búin að skila 66 trampólínum af 220 sem seld voru. Mikilvægt er að forráðamenn bregðist við hið fyrsta í ljósi hættunnar sem kann að stafa af vörunni, en suðusamsetning getur gefið sig og trampólíníð þar með brotnað.

Neytendastofa telur ljóst að hætta er á alvarlegum slysum ef trampólínið gefur sig á meðan það er í notkun.  Stofnunin telur því brýnt að forráðamenn taki trampólínin úr notkun og snúi sér til næstu verslunar Byko. 

 

TIL BAKA