Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

31.3.2014

Áfrýjunarnefnd staðfestir verðmerkingarsekt á Nordic Store

Neytendastofa lagði 50.000 kr. stjórnvaldssekt á Nordic Store fyrir að laga ekki verðmerkingar í versluninni eftir fyrirmæli Neytendastofu. Við skoðun á verðmerkingum gerði Neytendastofa athugasemdir við merkingar á vörum í sýningarglugga.
Meira
28.3.2014

Kæru Hagsmunasamtaka heimilanna vísað frá áfrýjunarnefnd

Neytendastofa tók ákvörðun þann 15. ágúst 2013 um að Landsbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) í niðurstöðum lánareiknivélar á heimasíðu sinni. Var Landsbankanum bannað að birta niðurstöður lánaútreikninga án þess að ÁHK kæmi fram
Meira
28.3.2014

Ákvæði í skilmálum curvy.is brot á lögum

Neytendastofu barst kvörtun frá Neytendasamtökunum yfir skilmálum á vefverslun Curvy. Kvörtunin snéri að því að skilmálar vefverslunarinnar væru ekki í samræmi við lög.
Meira
27.3.2014

Lénið hatidir.is

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna lénsins hatidir.is.
Meira
27.3.2014

Neytendastofa sektar Húsasmiðjuna fyrir verðmerkingar

Neytendastofa hefur lagt 350.000 kr. stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna fyrir brot á verðmerkingareglum.
Meira
26.3.2014

Verðmerkingar í efnalaugum kannaðar

Neytendastofa kannaði núna í mars hvort verðskrá hjá efnalaugum á höfuðborgarsvæðinu væru sýnileg. Farið var í 19 efnalaugar og kom í ljós að verðskrá var ekki sýnileg hjá þrem þeirra en það voru
Meira
24.3.2014

Neytendastofa bannar Skífunni fyrirframgreiðslur án þess að tilgreina endanlegt verð

Neytendastofa hefur bannað Skífunni að taka við fyrirframgreiðslum frá neytendum upp í vörur án þess að endanlegs verðs sé getið. Taldi stofnunin að með háttseminni væri brotið gegn lögum og fyrirmælum Neytendastofu.
Meira
21.3.2014

Verðmerkingareftirlit á Suðurnesjum

Neytendastofa kannaði verðmerkingar á Suðurnesjum, farið var í Garðinn, Grindavík, Sandgerði, Reykjanesbæ og Vogana. Heimsótt voru 67 fyrirtæki, sérverslanir, bakarí, hársnyrtistofur, söfn, snyrtistofur, ritfangaverslanir, fiskbúðir, veitingahús og pósthús.
Meira
20.3.2014

Ekki alltaf sama verð á hillu og kassa

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkingar í Grindavík, Garðinum, Sandgerði, Reykjanesbæ og Vogunum. Farið var í 19 fyrirtæki , matvöruverslanir, byggingavöruverslanir og bensínstöðvar. Könnunin leiddi í ljós að 36% verslana voru ekki með verðmerkingar í lagi og 31% verslana með ósamræmi á milli hillu- og kassaverðs. Bæði var um að ræða lægra verð og hærra verð á kassa. Mesti munur á vöru var um 400 kr en lægsti 1kr.
Meira
20.3.2014

IKEA innkallar barnahimnasængur

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á barnahimnasængur vegna mögulegrar slysahættu. Í tilkynningu IKEA kemur fram að viðskiptavinir sem eiga IKEA himnasængur sem ætlaðar eru til notkunar með barnarúmum/vöggum, eru beðnir um að hætta notkun þeirra yfir rúmum hvítvoðunga og ungra barna. Himnasænginni má skila í IKEA versluninni og fá endurgreitt.
Meira
19.3.2014

Aðvörun til almennings um sýndarfé (e. virtual currencies)

Í tilefni af fréttum af fyrirhugaðri úthlutun sýndarfjár til Íslendinga (Auroracoin) vara íslensk stjórnvöld við hugsanlegri áhættu tengdri kaupum, varðveislu á eða viðskiptum með slíkt sýndarfé. Sýndarfé má lýsa sem tilbúnum stafrænum skiptimiðli (e. medium of exchange).
Meira
19.3.2014

Lög um neytendalán og fjármálalæsi

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu
Enginn kemst hjá því að sýsla með eigin fjármál. Allir þurfa að geta haft yfirsýn yfir tekjur sínar og útgjöld og getu til þess að greina án vandræða hver þeirra eigin fjárhagsgeta er. Neytendur verða oft að taka lán þegar kemur að langtímafjárfestingum t.d. kaup á eigin húsnæði. Við þær aðstæður er mikilvægt að neytendur skoði vel þá valkosti sem þeir hafa á lánamarkaði og beri saman heildarlántökukostnað sem mismunandi lánveitendur bjóða.
Meira
14.3.2014

Alþjóðadagur neytenda 15. mars

Þann 15. mars 1962 lagði John F. Kennedy, fyrstur þjóðarleiðtoga, fram tillögur á þjóðþingi Bandaríkjanna um grunnréttindi neytenda:
Meira
13.3.2014

Icelandic Water Holdings hf fær vottun til e-merkingar

Mynd með frétt
Neytendastofa veitti fyrirtækinu Icelandic Water Holding hf nú í lok febrúar vottun til e-merkingar. Vottunin gildir fyrir framleiðslulínu fyrirtækisins á íslensktu vatni sem það selur víða um heim undir heitinu Ícelandic Glacial
Meira
13.3.2014

Bernhard innkallar Honda

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf. um innköllun á Honda bifreiðum af gerðinni CR-V diesel. Um er að ræða einungis 5 bifreiðar árgerð 2013.
Meira
12.3.2014

BabySam innkallar Scandia Basic barnavagna

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynningar frá versluninni BabySam um innköllun á barnavögnum af gerðinni Scandia Basic, seldir á tímabilinu 2008-2013.
Meira
10.3.2014

Alþjóðleg fjármálalæsisvika 2014

Neytendastofa tekur þátt í fjölbreyttri dagskrá í tilefni alþjóðlegu fjármálalæsisvikunnar sem vekur börn og ungmenni til vitundar um fjármál.
Meira
6.3.2014

Seinni heimsókn í húsgagnaverslanir á höfuðborgarsvæðinu

Í janúar sl. kannaði fulltrúi Neytendastofu hvort verðmerkingar í húsgagnaverslunum á höfuðborgarsvæðinu væru í samræmi við lög og reglur um verðmerkingar.
Meira
4.3.2014

HEKLA innkallar 21 Volkswagen Caddy bifreiða

Mynd með frétt
HEKLA innkallar 21 Volkswagen Caddy bifreiðar, sem framleiddir voru frá nóvember 2003 til janúar 2013
Meira
TIL BAKA