Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

23.6.2020

Ferðamenn eiga að fá sendan pakkaferðasamning

Neytendastofa hefur sent ferðaskrifstofum, sem hafa leyfi frá Ferðamálastofu til sölu pakkaferða, bréf þar sem áréttuð er skylda fyrirtækjanna til upplýsingagjafar
Meira
16.6.2020

Bönd í 17.júní blöðrum

Blöðrur
Þjóðhátíðardagurinn 17.júní er framundan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Ýmis skemmtun er í boði fyrir börnin og er dagurinn þeim mikið tilhlökkunarefni. Til að tryggja að dagurinn verði sem ánægjulegastur er mikilvægt að tryggja öryggi barnanna. Búast má við blöðrum út um land allt og eru álblöðrur þar áberandi. Á þær eru gjarnan sett bönd eða spottar sem eru mjög sterkir og erfitt er að slíta þá. Blöðrurnar eru síðan afhendar börnum og þær eru oft bundnar við vagna eða úlnliði barna. Þetta getur skapað hættu fyrir ung börn og er þess vegna mikilvægt að vera undir eftirliti fullorðinna.
Meira
15.6.2020

Rúnbrá innkallar hringlu

Rúnbrá barnahringla
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rúnbrá vegna innköllunar á hringlu fyrir börn. Hringlan er með viðar perlum, gíraffa og með hvítri plast bjöllu á. Plastið í bjöllunum er gallað þar sem það er þynnra en það á að vera. Hætta er á að barn getur gleypt bjölluna eða hluta úr henni ef hún skyldi klofna við högg/álag/þrýsting. Allar hringlur án bjöllu eru í lagi.
Meira
12.6.2020

Auðkennið Ferðaskrifstofa eldri borgara

Neytendastofu barst kvörtun frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) yfir notkun Niko ehf. á auðkenninu Ferðaskrifstofa eldri borgara. Í kvörtuninni er því líst að FEB telji notkun Niko á auðkenninu til þess fallið að valda ruglingi þannig að félagsmenn FEB telji starfsemina tengjast FEB. Niko hafnaði þessu athugasemdum og lagði áherslu á að um almennt heiti væri að ræða en auk þess væri starfsemi aðilanna gerólík.
Meira
12.6.2020

Fullyrðingar FEEL ICELAND

Neytendastofu barst kvörtun frá Protis yfir fullyrðingum og upplýsingum á umbúðum og í markaðssetningu Ankra, rekstraraðila FEEL ICELAND, á Amino Marine Collagen Powder. Snéri kvörtunin að því að með villandi hætti væri gefið til kynna að um íslenska vöru væri að ræða þegar raunin væri sú að aðvinnsla færi fram erlendis.
Meira
9.6.2020

Askja ehf innkallar 14 Mercedes- Benz G-Wagon bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 14 Mercedes-Benz G-Wagon bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að merking barnalæsinga í afturhurðum gæti valdið misskilningi.
Meira
8.6.2020

Auðkenni Málmaendurvinnslunnar

Neytendastofu barst erindi fyrirtækisins Málma ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Málmaendurvinnslunnar ehf. á auðkenninu Málmaendurvinnslan og léninu malma.is. Í erindinu er rakið að Málmar telji nafn Málmaendurvinnslunnar, auglýsingar
Meira
TIL BAKA