Fara yfir á efnisvæði

Ný mælitæki

Einungis má markaðssetja og taka til notkunar mælitæki sem uppfylla ákvæði í tilskipun 2014/32/ESB eins og hún er innleidd hér á landi með reglugerð nr. 876/2016, um mælitæki. Slík mælitæki má taka til fyrstu notkunar á sölu- eða notkunarstað þegar í stað ef mælitækið er tilbúið til fyrstu notkunar af hálfu framleiðanda.

Algengara er þó að mælitæki eru hluti af öðrum búnaði s.s. sölukössum í verslunum, eldsneytisdælum eða sjálfvirkum flæðilínum í framleiðslufyrirtækjum, s.s. í fiskiðnaði, matvælaiðnaði o.fl. Í þeim tilvikum er ekki heimilt að taka til fyrstu notkunar mælitæki nema því aðeins að tilkynntur aðili hafi gert sannprófun í samræmi við hlutaðeigandi aðferðareiningu sem gildir samkvæmt sérreglum viðkomandi mælitækis. Staðfesti hann að öll skilyrði laga, reglugerða og staðla sem um tækið gilda eru uppfyllt er unnt að staðfesta það með útgáfu CE-merkingar og tilvísunar til faggildingarnúmers hins tilkynnta aðila.

BSI á Íslandi getur í samstarfi við tilkynntan aðila (NMI certin B.V. / NB 0122) framkvæmt samræmismat fyrir allar vogir.

Um löggildingartákn fer nánar um eftir ákvæðum í reglugerð nr. 955/2006, um löggildingartákn og merkingar eftirlitsskyldra mælitækja, sjá hér. 

 

TIL BAKA