Fara yfir á efnisvæði

Rafrettur og áfyllingar sem innihalda nikótín

 
Rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín
Í júní 2018 samþykkti Alþingi lög nr. 87/2018 um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Lögin taka m.a. á innflutningi, sölu, markaðssetningu, merkingum, aldurstakmörkunum, hámarksstyrkleika rafrettna og áfyllinga, auk þess sem ákveðin innihaldsefni eru bönnuð. Þá eru umbúðir sem höfðað geta sérstaklega til barna og ungmenna bannaðar. Lögin tóku gildi 1. mars 2019 nú eiga framleiðendur og innflytjendur rafretta og áfyllinga sem innihalda nikótín, að senda Neytendastofu tilkynningu um slíkt sex mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð.
Leggja þarf fram nýja tilkynningu fyrir hverja umtalsverða breytingu á vörunni og sker Neytendastofa úr um hvort breyting telst umtalsverð. Óheimilt er að flytja inn eða selja vöru sem hefur ekki verið tilkynnt Neytendastofu 6 mánuðum fyrr í samræmi við 14. gr. laga nr. 87/2018.
 
Þann 1. september 2018 tók gildi reglugerð nr. 803/2018 um tilkynningar til Neytendastofu um markaðssetningu rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem innihalda nikótín. Markmið reglugerðarinnar er að tryggja að rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur uppfylli öryggisstaðla og þau viðmið sem gilda um öryggi vöru hér á landi.

 

Hægt er að skoða tilkynntar vörur hér.

 

TIL BAKA