Fara yfir á efnisvæði

Skref 5. Greiðsla gjalds

5.    Reikningur, greiðsla gjalds

Eftir móttöku á skráningarformi með upplýsingum frá tilkynnanda um vörur sem er fyrirhugað að setja á markað á Íslandi gerir Neytendastofa frumskoðun á skráningarforminu sem sent er inn og upplýsingum um vörulínur sem framleiðandi tilkynnir, metur fjölda gjaldskyldra vörulína, o.fl. Við lok frumskoðunar ákveður Neytendastofa í samræmi við ofangreindar reglur hve margar vörulínur á áfyllingum fyrir nikótínvökva er um að ræða þar sem skuli greiða gjald fyrir. Stofnunin sendir tilkynnanda upplýsingar um fjölda gjaldskyldra vara og heildarupphæð og upplýsingar um bankakostnað. Greiðslukvittun er send tilkynnanda þegar gjaldið hefur verið greitt. Úrvinnsla tilkynningar hefst eftir að greiðsla berst.

Gjald fyrir hverja tilkynningu er 75.000kr. Tilkynningin verður ekki tekin til meðferðar fyrr en gjaldið hefur verið greitt.

Gjald skal greitt inn á bankareikning Neytendastofu eigi síðar en 30 dögum frá því að reikningur er gefinn út af stofnuninni. Greiðsla gjaldsins er skilyrði fyrir frekari úrvinnslu tilkynningar og sé gjald ekki greitt innan 3 mánaða frá því að reikningur var gerður fellur tilkynning alfarið niður og beiðni um markaðssetningu telst lokið án heimildar og markaðssetning því með öllu óheimil.

Tilkynningargjöld eru ekki endurgreidd.

Ath. ekki er tekið við greiðslum með kreditkortum.

Tengill á skref 6. Staðfesting á skráningu

TIL BAKA