Fara yfir á efnisvæði

Algengar spurningar og svör

 

Hvaða vörur á að tilkynna: Það á að tilkynna markaðssetningu rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem innhalda nikótín.

Hvenær á að tilkynna vöruna: Tilkynna þarf vöru sex mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð.

Hverjir eiga að tilkynna vöruna: Framleiðendur og/eða innflytjendur vörunnar.

Hvar á að tilkynna vöruna: Á heimsíðu Neytendastofu er að finna rafrænt eyðublað.

Birting tilkynninga: Neytendastofa birtir á heimasíðu stofnunarinnar upplýsingar um þær vörur sem búið er að tilkynna og uppfyllt hafa skilyrði reglugerðarinnar.

Sýnishorn vöru: Við tilkynningu vöru þarf Neytendastofu að berast mynd af vöru. Eingöngu þarf að skila inn sýnishorni ef óskað er eftir því. Neytendastofa getur krafist þess að framleiðendur og innflytjendur rafrettna og áfyllinga fyrir rafrettur sem innihalda nikótín gefi upplýsingar um tiltekna hluta vörunnar og innihald hennar. Neytendastofa má einnig krefjast þess að framleiðendur leggi fram sýnishorn af vöru í því magni sem nauðsynlegt er til að meta eiginleika og áhrif hennar.

Gjaldtaka: Greiða þarf 75.000kr fyrir hverja tilkynningu. Tilkynningin verður ekki tekin til meðferðar fyrr en gjaldið hefur verið greitt.

TIL BAKA