Fara yfir á efnisvæði

Persónuhlífar til einkanota

Persónuhlífar til einkanota
Árið 1999 tók gildi reglugerð nr. 635/1999 um persónuhlífar til einkanota. Með reglugerðinni er greint á milli persónuhlífa sem fyrst og fremst eru ætlaðar til einkanota og settar eru á markað hér á landi og persónuhlífa til nota í atvinnuskyni. Reglugerðin gildir um persónuhlífar til einkanota og settar eru á markað hér á landi hvort sem er til sölu eða leigu. Neytendastofa fer með stjórnvaldsþátt markaðsgæslu sem og eftirlit á markaði með persónuhlífum til einkanota en Vinnueftirlit ríkisins ber að öðru leyti ábyrgð á persónuhlífum á markaði.

Hvaða kröfur eru gerðar til persónuhlífa til einkanota?
Persónuhlífar sem markaðssettar eru hér á landi eiga að vera CE-merktar. Merkið táknar að varan uppfyllir grundvallarkröfur um öryggi, heilsu og umhverfi, bæði notenda og neytenda en ekki er um öryggismerkingu að ræða. Í reglugerðinni um persónuhlífar til einkanota er m.a. kveðið á um að notkunarleiðbeiningar, sem fylgja persónuhlífum, skuli vera á íslensku. Ákvæði þetta er einkanlega sett til þess að tryggja neytendum örugga notkun þeirra. Mjög mikilvægt er að notkunarleiðbeiningar fylgi vöru, þar sem um er að ræða vöru sem ætlað er að vernda einstaklinga.
Dæmi um vörur sem falla undir reglugerðina eru sólgleraugu, augnhlífar, hjálmar og íþróttahlífar af ýmsu tagi.

Persónuhlíf er vara sem er hönnuð til þess að íklæðast eða halda á til varnar heilsu og öryggi einstaklinga. Mismunandi kröfur eru gerðar til persónuhlífa eftir því í hvaða flokk þær falla þ.e. hvers konar vörn þær veita og hver fyrirhuguð notkun þeirra er. Dæmi um vörur sem falla undir reglugerðina eru sólgleraugu, hjálmar og íþróttahlífar af ýmsu tagi. Persónuhlífar eru flokkaðar í þrjá flokka. Nánari upplýsingar um persónuhlífar er að finna hér.

TIL BAKA