Fara yfir á efnisvæði

Vörur unnar úr eðalmálmum


Árið 2002 tóku gildi lög um merkingar og eftirlit með vörum sem unnar eru úr eðalmálmum í atvinnuskyni og til innflutnings, kaupa og sölu á þeim.

Þetta þýðir að vörur úr eðalmálmi sem boðnar eru til sölu á Íslandi þurfa að uppfylla ákvæði laga um vörur unnar úr eðalmálmum nr. 77/2002 og reglugerð um vörur unnar úr eðalmálmum nr. 938/2002. Reglurnar ná bæði yfir vöru sem framleidd er á Ísland sem og innfluttar vörur.

Vörur úr eðalmálmi sem ætlaðar eru til sölu á Íslandi skulu bera hreinleika- og nafnastimpla. Framleiðandi vöru sem unnin er úr eðalmálmum ber ábyrgð á að varan sé stimpluð í samræmi við þessar kröfur. Ef um innflutta vöru er að ræða hvílir ábyrgðin á innflytjanda hennar. Til þess að sækja um nafnastimpil skal nota sérstakt umsóknareyðublað. Nánari upplýsingar um ákvæði fyrrgreindra laga og reglugerðar má finna hér.

 

TIL BAKA