Áreiðanlegur listi - stöðulisti (TSL)

Áreiðanlegur listi sýnir innleiðingu á Íslandi á „Trusted List of supervised/accredited Certification Service Providers“ eða „Áreiðanlegur listi yfir eftirlitsskylda/faggilta vottunaraðila“.

Meðfylgjandi listi er „áreiðanlegur listi yfir eftirlitsskylda/faggilta vottunaraðila“ . Þar sem að upplýsingar koma fram um hvernig eftirliti/faggildingu með vottunarstarfsemi vottunaraðila sem eru undir eftirliti/faggiltir á Íslandi og sem uppfylla hlutaðeigandi ákvæði í tilskipun 1999/93/EBE, um ramma bandalagsins varðandi rafrænar undirskriftir.

Markmið með áreiðanlegum lista er:

  • að skrásetja og telja upp með áreiðanlegum upplýsingum stöðu eftirlits/faggildingar á vottunarþjónustu vottunaraðila sem er undir eftirliti/faggildingu á Íslandi og sem uppfyllir ákvæði tilskipunar 1999/93/EBE;
  • að tryggja að unnt sé að staðfesta með áreiðanlegum hætti fullgildar rafrænar undirskriftir af hálfu eftirlitsskyldu/faggiltu vottunaraðila sem eru skráðir á þennan stöðulista.

Áreiðanlegur listi hjá aðildarríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu tryggir að lágmarksupplýsingar liggi ávallt fyrir um eftirlitsskylda/faggilta vottunaraðila sem gefa út fullgild vottorð í samræmi við ákvæði í tilskipun 1999/93/EBE (3.3, 3.2 og 7.1(a).gr.), auk upplýsinga um fullgild vottorð sem rafrænar undirskriftir byggja á og hvort undirskriftin sé, eða sé ekki, gerð með öruggum undirskriftarbúnaði.

Vottunaraðilar sem gefa út fullgild vottorð og eru á þessum lista falla undir eftirlit Neytendastofu á Íslandi en geta auk þess hafa fengið faggildingu, og er því staðfest að þeir uppfylli ákvæði í tilskipun 1999/33/EBE, þ.m.t. kröfur sem taldar eru upp í viðauka I (Kröfur viðvíkjandi viðurkenndum skilríkjum), sem og kröfur viðauka II (Kröfur viðvíkjandi vottunaraðilum sem gefa út viðurkennd skilríki). Eftirlitið (eða valfrjáls faggilding) er nánar skilgreint og verður að uppfylla viðeigandi kröfur í tilskipun 1999/93/EBE, einkum þær kröfur sem geti er um í 3.3, 8.1, 11. gr. (svo og 2.13, 3.2, 7.1(a), 8.1 og 11. gr.).

Nánari upplýsingar:

Neytendastofa fer með eftirlit samkvæmt 18. gr. laga nr. 28/2001, um rafrænar undirskriftir svo og 24. gr. reglugerðar nr. 780/2011, um rafrænar undirskriftir.

Vottunaraðili sem hyggst gefa út fullgild vottorð ber skylda til að senda Neytendastofu tilkynningu um starfsemina. Tilkynningu skulu fylgja öll nauðsynleg gögn og upplýsingar sem Neytendastofa telur nauðsynlegar vegna eftirlitsins. Hvorki er krafist fyrirfram samþykkis né heldur heldur sérstakrar leyfisveitingar þannig að samkvæmt ákvæðum laganna getur vottunaraðili hafið starfsemi og gefið út fullgild vottorð og telst með tilkynningu sinni þar með falla undir eftirlit Neytendastofu.

Neytendastofa getur krafist allra upplýsinga og gagna sem hún telur nauðsynlegar vegna starfa sinna við eftirlit með starfseminni. Hún getur framkvæmt skoðun á starfsstöð vottunaraðilans, einnig getur hún tilnefnt sérstakan skoðunarmann eða skoðunarstofu til að framkvæma skoðun.

Neytendastofa getur einnig svipt vottunaraðila réttindum til útgáfu „fullgildra vottorða“ ef vottunaraðili brýtur alvarlega eða ítrekað gegn þeim kröfum og skilyrðum sem sett eru í lögum varðandi starfsemina.

Áreiðanlegur listinn sem gefinn er út og viðhaldið af Neytendastofu er hægt að nálgast í tveimur útgáfum:

  

 

TIL BAKA