Trauslisti - stöðulisti (TSL)
Í ákvæði 22. gr. er fjallað um traustlista en skv. ákvæðinu þá er sérhverju aðildarríki að koma á, viðhalda og birta traustlista, þ.m.t. upplýsingar um fullgilda traustþjónustuveitendur sem það ber ábyrgð á, ásamt upplýsingum um fullgilda traustþjónustu sem þeir veita. Þá ber þeim að koma á, viðhalda og birta, með öruggum hætti, rafrænt undirritaða eða innsiglaða traustlista sem um getur í 1. mgr. á formi sem hentar fyrir sjálfvirka vinnslu. Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni, án ástæðulausrar tafar, upplýsingar um aðilann sem ber ábyrgð á því að koma á, viðhalda og birta landsbundna traustlista og upplýsingar um hvar slíkir listar eru birtir, þau vottorð sem notuð eru til að undirrita eða innsigla traustlistana og hvers konar breytingar sem gerðar eru á þeim. Framkvæmdastjórnin skal gera upplýsingarnar aðgengilegar almenningi, eftir öruggum leiðum, á rafrænt undirrituðu eða innsigluðu formi sem hentar fyrir sjálfvirka vinnslu.
Neytendastofu er falið að uppfæra og undirrita traustlistann.
Traustlisti er hægt að nálgast í tveimur útgáfum:
- Trusted List – human readable form (PDF)
- Trusted List – machine processable form (XML)
- SHA-256 digest file of the Trust-service Status List (SHA2)