Góð ráð við skoðun á vefsíðum
Neytendur eiga að sýna varfærni og varast netverslanir sem reyna að svindla á neytendum. Það geta þeir gert með því að skoða vel heimasíður sem eru að selja vörur eða þjónustu áður en þeir gera pöntun eða eiga þar viðskipti og gefa upp persónuupplýsingar.
• Athugaðu hvort seljandi veiti nægar upplýsingar um sjálfan sig – þ.á.m. heimilisfang.
• Athugaðu hvort verðupplýsingar séu skýrar, svo og farðu vel yfir sölu- og afhendingarskilmála.
• Athugaðu hvort greiðslur séu öruggar og gerðar með tengingu þar sem notuð er dulkóðun.
• Kannaðu hvort að versluninn hefur aflað sér traustleikamerkis sem táknar að hún hefur skuldbundið sig til að tryggja réttindi neytenda í viðskiptum
• Leitaðu að nafni vefverslunarinnar á Internetinu og hvort þú finnur færslur þar um reynslu annarra neytenda af viðskiptum við hana.
• Notaðu Hávörð sem getur aðstoðað við könnun á áreiðanleika vefverslunar.
