Fara yfir á efnisvæði

Endurskinsmerki

Vegna þess hve erfitt er fyrir neytendur að kanna gæði endurskinsmerkja, hvílir mikil skylda á framleiðendum, innflytjendum, dreifingaraðilum og söluaðilum merkjanna að sjá til þess að merkin séu örugg. Neytendur eiga að geta metið endurskinsmerkin út frá upplýsingum sem koma fram á merkinu sjálfu, umbúðum eða upplýsingablaði sem fylgir þeim.

Endurskinsmerkið sem standast kröfur verða að vera með CE-merki, nafni framleiðanda og tegund eða heiti vörunnar. Auk þess verða merkin að vera með leiðbeiningum á íslensku, merkt með staðlinum EN 13356, upplýsingum um tilkynntan aðila sem staðfest hefur samræmi merkisins við kröfur, nafni og heimilisfangi framleiðanda auk annarra nauðsynlegra upplýsinga, s.s. um notkun þ.m.t hvort merkin þoli þvott, hvernig á að festa endurskinsmerki þannig að það spegli ljós úr öllum áttum, o.fl.

Sömu reglur gilda um merkingar og leiðbeiningar fyrir öll endurskinsmerki hvernig sem þau líta út, svo sem endurskinsborða, hangandi endurskinsmerki, skokkbönd, hárskraut, límmerki, saumborða og límborða.

Endurskinsmerki sem uppfylla ekki kröfur um endurskin veita falskt öryggi og getur þar af leiðandi skapast lífshætta þar sem neytandinn telur sig vera með endurskinsmerki sem ökumenn ættu að sjá. Viðurkennd endurskinsmerki sýna einstakling sem mætir bíl með lágum ljósum í 125 metra fjarlægð en noti hann merki sem ekki er viðurkennt þá sést hann ekki fyrr en í 30 metra fjarlægð.

TIL BAKA