Fara yfir á efnisvæði

Lénið gti.is

05.12.2014

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða vegna notkunar lénsins gti.is. 

Ferðaþjónustufyrirtækið GTI Gateway to Iceland ehf., kvartaði til Neytendastofu yfir því að annar aðili haldi úti síðunni gti.is sem valdi ruglingi milli þeirra. Í ákvörðuninni er um það fjallað að notkun á léninu gti.is væri takmörkuð og rétthafi lénsins væri ekki keppinautur GTI Gateway to Iceland. Að mati Neytendastofu var ekki hætta á notkunin gæti valdið ruglingi. 
Ákvörðun nr. 51/2014 má lesa hér

TIL BAKA