Fara yfir á efnisvæði

Orku bönnuð notkun lénsins cromax.is

09.05.2017

Neytendastofu barst kvörtun frá Coatings Foreign IP Co. LL. vegna notkunar Orku ehf. á auðkenninu CROMAX og skráningar lénsins cromax.is. Í erindinu kom fram að Coatings Foreign IP væri eigandi vörumerkisins CROMAX og að hætta væri á að neytendur rugluðust á vörumerkinu og léninu cromax.is. Orka taldi að þrátt fyrir að Coatings Foreign IP væri eigandi vörumerkisins CROMAX þýddi það ekki að aðrir gætu ekki notað það hugtak eða átt skráð lén með sama orði.

Neytendastofa taldi að tengsl Orku við heitið CROMAX væru vandséð enda selji fyrirtækið ekki CROMAX vörur. Orka hefði því engan rétt til eða lögmæta hagsmuni af lénnafninu. Stofnunin taldi einnig að hætta yrði á ruglingi milli aðila málsins. Af þessari ástæðu var Orku bönnuð notkun lénsins og gert að afskrá það.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA