Fara yfir á efnisvæði

Auðkennin HEITURPOTTUR.IS og KALDURPOTTUR.IS

25.02.2020

Neytendastofu barst kvörtun frá Fiskikónginum yfir notkun fyrirtækisins Hornsteins á auðkennunum HEITURPOTTUR.IS og KALDURPOTTUR.IS. Taldi kvartandi notkunina brjóta gegn einkarétti sínum til auðkennisins.

Í ákvörðun Neytendastofu komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til frekari aðgerða í málinu. Byggði ákvörðunin m.a. á því að orðasamböndin heitir og kaldir pottar væru svo almenn og lýsandi fyrir starfsemi og þjónustu beggja aðila að Fiskikóngurinn gæti ekki notið einkaréttar á þeim. Skráning og notkun Hornsteins á lénunum og auðkennunum HEITURPOTTUR.IS og KALDURPOTTUR.IS bryti ekki gegn ákvæðum laga nr. 57/2005.

Lesa má ákvörðunina í heild sinni hér.


TIL BAKA