Fara yfir á efnisvæði

Mælifræðisvið

Mælifræðisvið Neytendastofu varðveitir landsmæligrunna Íslands (þ.m.t. íslenska kílógrammið) og kvarðar mælitæki. Sviðið sér einnig um að löggilda vigtarmenn og hefur eftirlit með því að löggildingarskyld mælitæki séu löggild reglulega. Meðal annarra hlutverka mælifræðisviðs er að sjá til þess að mælingar hér á landi uppfylli alþjóða kröfur og að alþjóðlega mælieiningakerfið SI sé notað á Íslandi.

Helstu verkefni mælifræðisviðs sbr. lög  nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn eru:

  • Ráðgjöf fyrir stjórnvöld um mælifræði og mæligrunna og fræðsla á sviði mælifræði
  • Varðveisla landsmæligrunna 
  • Kvörðunarþjónusta
  • Markaðseftirlit með mælitækjum 
  • Eftirlit með löggildingu mælitækja 
  • Löggilding vigtarmanna
  • Innlent og erlent samstarf á sviði mælifræði

Faggilding kvörðunarþjónustu Neytendastofu nær til kvörðunar F1 lóða (1 mg til 20 kg), kvörðunar M1 lóða (1 mg til 500 kg), ósjálfvirkra voga með F1 lóðum frá 1 mg til 5 kg, ósjálfvirkra voga með M1 lóðum frá 6 til 500 kg og hitamæla frá -80 til 240°C.

Neytendastofa annast kvörðunarþjónustu fyrir fleiri flokka mælitækja.
Hægt er að finna Neytendastofu á vef United Kingdom Accreditation Service, UKAS og slá inn tölurnar 0823 í reitinn Laboratory number til að skoða umfang faggildingarinnar.

Kvörðunarþjónusta mælifræðisviðs og varðveisla landsmæligrunna er í Borgartúni 21, gengið inn austan við við húsið gegnt Arion banka. Sjá kort

Október 2010

TIL BAKA