Fara yfir á efnisvæði

Öryggissvið

Öryggissvið Neytendastofu hefur með höndum markaðseftirlit með leikföngum, vörum unnum úr eðalmálmum,  persónuhlífum til einkanota auk almennrar framleiðsluvöru sem fellur ekki undir eftirlit annarra stjórnvalda. Öryggissvið hefur eftirlit með rafrænum undirskriftum. Það gefur ennfremur út fræðsluefni og annast samhæfingu á starfi eftirlitsstjórnvalda á þessu sviði.

Þá annast öryggissvið, í umboði utanríkisráðuneytisins, ákveðna þjónustu-, samræmingar- og framkvæmdaþætti er varða skipti á upplýsingum um tæknilegar reglur sem hingað berast erlendis frá og undirbúning að tilkynningum íslenskra stjórnvalda um fyrirhugaða setningu tæknilegra reglna hér á landi.

Helstu verkefni öryggissviðs eru eftirfarandi:

 

  • markaðseftirlit með leiktækjum
  • markaðseftirlit með vörum unnum úr eðalmálmum
  • markaðseftirlit með leikföngum og almennum framleiðsluvörum
  • markaðseftirlit með persónuhlífum til einkanota
  • fræðsla um vöruöryggi
  • tæknilegar tilkynningar
  • eftirlit með rafrænum undirskriftum 


TIL BAKA