Fara yfir á efnisvæði

Gæðamál

Neytendastofa byggir starfsemi sína á virkri gæðastjórnun. Markmið gæðastjórnunar er að tryggja að innra stjórnkerfi stofnunarinnar sé skilvirkt, tryggja yfirsýn og þekkingu starfsmanna á innri verkferlum og stuðla að sífelldum umbótum. Í starfsemi Neytendastofu er gæðakerfið notað til að tryggja að unnið sé faglega og á samræmdan hátt að þeim verkefnum sem stofnunin ber ábyrgð á. Heildargæðakerfið miðar að því að uppfylla kröfur ÍST EN ISO 9001:2000. Til viðbótar framangreindum staðli hefur Neytendastofa hlotið faggildingu bresku faggildingarstofunnar United Kingdom Accreditation Service (UKAS) á þeim hlutum gæðakerfisins sem eiga við um kvörðunarþjónustu mælifræðisviðs samkvæmt staðlinum ÍST EN ISO 17025.

Í gæðastefnu Neytendastofu er að finna nánari upplýsingar um markmið gæðastjórnunar hjá stofnuninni.

Skjalastjórnun
Neytendastofa notar rafræna skjalastjórnun en um skjalavistunarkerfi hennar, skjalageymslur, skilaskyldu skjala o.fl. fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Íslands.

Tölvu- og kerfisstjórn
Neytendastofa hefur á grundvelli þjónustusamnings falið Nýherja ehf. alrekstur á tölvukerfi stofnnarinnar og kerfisstjórn. Rafræn Neytendastofa er aðgreindur tölvugrunnur sem geymir Mínar síður, rafrænar ábendingar og kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa og er vistun hans hjá IOS ehf. Heimasíða Neytendastofu er í hýsingu hjá Advania. Í gæðahandbók og samningum framangreindra aðila er nánar kveðið á um öryggi gagna- og upplýsingakerfa og aðgangsstjórnun húsnæðis hjá Neytendastofu. Allir starfsmenn bera ábyrgð á að koma upplýsingum eða ábendingum og fylgja reglum stofnunarinnar í hvívetna. Á grundvelli ákvæða í EES-samningi og löggjöf sem innleidd er í íslenskan rétt er Neytendastofu skylt að vera með tengingu við ýmis eftirlitskerfi framkvæmdastjórnar ESB, s.s. RAPEX-tilkynningakerfið, CPCS-kerfið, ICSMS-kerfið o.fl. en umsjón þessara gagnagrunna er alfarið á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Neytendastofa er tengd fjárhags-og mannauðskerfi ríkisins (ORRA) sem er í umsjá og rekstri hjá Advania.
TIL BAKA