Fara yfir á efnisvæði

Réttindi flugfarþega vegna eldgoss

05.09.2014

Neytendastofa vill benda flugfarþegum á að kynna sér réttindi sín vegna tafa og aflýsinga á flugi af völdum eldgossins. Ef flugi seinkar eða því er aflýst verður flugfélag að bjóða farþegum endurgjaldslaust:

        • Máltíðir og hressingu

Farþegi á rétt á máltíðum og hressingu í samræmi við lengd tafarinnar.

        • 2 símtöl eða skilaboð

Farþega skal boðið að hringja 2 símtöl eða senda skilaboð með bréfsíma eða tölvupósti.

        • Hótelgistingu og flutning

Farþegi sem neyðist til að bíða eftir fari eina eða fleiri nætur á rétt á hótelgistingu og flutningi á milli flugvallar og gistiaðstöðu.

Ef flugi er aflýst eða því seinkar um 5 klst. eða meira getur farþegi ákveðið að hætta við ferðina og á þá rétt á endurgreiðslu farmiðans og flugi til baka til fyrsta brottfararstaðar. Farþegar eiga hins vegar ekki rétt á skaðabótum þar sem eldgos fellur undir óviðráðanlegar aðstæður.

Farþegar skulu snúa sér til fulltrúa þess flugfélags eða ferðaskrifstofu sem þeir keyptu flug hjá til að fá upplýsingar og aðstoð vegna tafa og aflýsinga á flugi.

Nánari upplýsingar um réttindi flugfarþega er að finna hér.

TIL BAKA