Áreiðanlegur listi – aukið traust á rafrænum skilríkjum á EES-svæðinu
Neytendastofa hefur hefur nú lokið við innleiðingu á Áreiðanlegum lista (e. Trusted List) en það er forsenda þess að rafrænar undirskriftir frá Íslandi séu viðurkenndar og samþykktar á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.
Undirskriftir með rafrænum skilríkjum í viðskiptum og í samskiptum við stjórnvöld á Evrópska efnahagssvæðinu hafa fullt lagagildi með sama hætti og undirritun með eigin hendi.
Í samræmi við EB reglur ber Neytendastofu sem fer með eftirlitið með rafrænum undirskriftum skylda til að stofna, viðhalda og gefa út áreiðanlega lista um vottunaraðila fyrir fullgildar rafrænar undirskriftir á öruggu vefsvæði sem viðurkenndir eru af stjórnvöldum og njóta trausts. Áreiðanlegur listi nefnist á ensku „Trusted List”.
Áreiðanlegur listi inniheldur lágmarksupplýsingar um vottunaraðila sem gefa út fullgild vottorð til almennings og eru undir eftirliti Neytendastofu. Markmiðið með áreiðanlegum lista er að unnt sé að staðfesta með fljótvirkum og áreiðanlegum hætti fullgildar rafrænar undirskriftir af hálfu útgefanda sem falla undir eftirlit Neytendastofu. Með þessu er tryggt að lágmarksupplýsingar liggi alltaf fyrir um eftirlitsskylda vottunaraðila sem gefa út fullgild vottorð og að undirskriftin sé gerð með öruggum undirskriftarbúnaði. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir íslensk viðskiptalíf og stjórnvöld og mun greiða fyrir notkun og tryggja að rafræn skilríki gefin út á Íslandi njóti trausts á EES-svæðinu.
Áreiðanlegur listinn sem gefinn er út og viðhaldið af Neytendastofu er hægt að nálgast í tveimur útgáfum: Nánari upplýsingar á meðfylgjandi vefslóð: